Leita í fréttum mbl.is

„Þetta var síðasti dagur lífs míns“ Smásögur 2013 rithringur.is

 Útgáfuteiti í Bókabúð Iðu laugardaginn 7. desember frá 18-20. Léttar veitingar í boði í góðum félagsskap. Verið velkomin.

 

Sjá nánar hér: 

https://www.facebook.com/events/1437393036480036/


Eitt leiðir af öðru komin í sölu

  Eitt leiðir af öðru komin í sölu hjá Bílanaust á Bíldshöfða og í verslun N1 Klettagörðum 13.                                     

bilanaust-bokin


E. Bray

Be kind to share this for me, im looking for a man stationed In Iceland 1941. Called E. Bray.
He might have been American or British. He was about 20-35 years old.
If u do know anything about him, please let me know,
Please contact sirrysig1@gmail.com

Sönn saga.

Jæja, hér kemur saga mánaðarins!

Á ákveðnum tímapunkti í lífinu breytast hlutirnir og allt í einu fer eitt og annað að skipta mann máli eins og gildi, virði og hver maður sé, hverra manna og þar eftir götunum. Og já, eftir því sem ég eldist langar mig meira að vita hver föðurafi minn var/er, þarna er heill ættliður sem er týndur.

En ég get ímyndað mér að það langar engan eins mikið og pabba minn að vita hver pabbi hans var/er.

Pabbi minn var um tveggja ára þegar móðir hans lést. Og þegar hann komst til vits og ára, vissi enginn nafnið á föður hans, né hverrar þjóðar hann var.

En hann heyrði því fleykt að faðir hans hafi verið Kani, Breti, Frakki og Indjáni frá Flórída, hafi verið í Nauthólsvíkinni og farist. Og síðast en ekki allra síst og það allra merkilegasta að foreldrar hans höfðu trúlofast og það hafi komið í blöðunum.

Pabbi bað mig að leita í blöðunum, sem ég gerði, eyddi dágóðum tíma í Þjóðarbókhlöðunni fyrir mörgum árum síðar, fletti hverju blaðinu á eftir öðru. Og gafst upp að lokum.

Ég var ekki sú eina sem leitaði, það var ekkert um trúlofun ömmu minnar og afa í þessum blöðum en það vantaði líka eitthvað í þessi blöð. Og ef þessi tilkynning var til þá hlaut hún að hafa verið á þessum týndu blöðum.

Kannski átti þetta bara að vera svona.

Eitt kvöldið fyrr í þessum mánuði var ég að vinna í sögu og var að leita mér að upplýsingum á netinu og fletti þessu magnaða vefforiti timarit.is En fyrir einhverja rælni, án umhugsunar, sló ég inn nafninu á ömmu minni, ártalinu og trúlofun. Síðan skrollaði ég niður skjáinn í smá stund og var á leiðinni í bælið þegar ég rak augun í hana. Trúlofunina, hún var þarna, svart á hvítu. Auðvitað fór ég ekki í rúmið.

Ég sendi póst til pabba og hélt áfram að leita eftir E. Bray en hef ekkert fundið ennþá.

Eiginlega veit ég ekki hver næstu skref verða en núna fyrst höfum við eitthvað sem við getum leitað eftir.

Skrítið hvernig hlutirnir æxlast. Er þetta tilviljun eða örlög. En ég spyr líka, hvers vegna núna?

Þessi saga er sönn, henni er ekki lokið og endirinn er ekki fyrirsjáanlegur.

 

Es.

Auðvitað þiggjum við allar upplýsingar, sem gætu komið að notum.


Árið 2012 hjá Hildi Enólu og Sirrý Sig. á ritvellinum

Hildur Enóla og Sirrý Sig. taka saman árið 2012

 

Það má með sanni segja að árið 2012 hafi verið viðburðaríkt á ritvellinum.

 

Við áttum orðið slatta af smásögum sem við höfðum bæði skrifað sjálfar og saman. Við settum þetta saman í eitt stórt smásagnasafn og freistuðum þess að fara hefðbundnu leiðina og fórum með þetta til útgefanda. Útgefandinn var ekki  nógu hrifinn af safninu sem heild en sagði okkur að þeir væru að hugsa um að bjóða okkur að gefa út fjórar af smásögunum okkar ef við lengdum þær. Við gerðum undir eins ráð fyrir að þessar fjórar sögur hlytu að vera þær sem tengdust innbyrðis og hófum strax að leggja á ráðin um hvernig við myndum takast á við þetta verkefni. Þegar endanlega svarið kom frá útgefandanum reyndust þeir hafa aðra hugmynd og höfðu valið nokkrar aðrar sögur sem við áttum að lengja og svo átti að gefa út heildstætt verk um „einmannaleikann.“ Þetta kom okkur mjög á óvart þar sem aðeins ein af þessum sögum fjallaði um einmanaleikann. Það var stysta sagan í smásagnasafninu og hún er svona stutt af því ef hún væri lengri myndi hún að okkar mati vera leiðinleg. Já, þannig að við afþökkuðum pent þetta tilboð. Ákváðum að halda frekar okkar eigin striki og gefa sjálfar út þessar fjórar tengdu smásögur undir heItinu „Eitt leiðir af öðru,“ og byrjuðum auk þess fljótlega að vinna að skáldsögu sem byggist á atburðunum í þeim.

Þessi ákvörðun varð upphafið af ógurlega mikilli vinnu enda stefndum við strax að því að gefa út bæði hérlendis og á ensku.

Við fengum Símon Hjaltason þýðanda til samstarfs við okkur. Þar sem Hildur Enóla býr í Danmörku flaug samningurinn í póstinum á milli landa til að við gætum öll skrifað undir. Bergdís Heiða Eiríksdóttir og Rósa Gríms sáu um yfirlestur á íslensku útgáfunni. Við þurftum líka að finna enskan prófarkalesara og kápuhönnuð. Það fóru því margir klukkutímar í að grúska á netinu, reikna út kostnað og ótal tölvupóstar voru sendir fram og til baka til að leita að tilboðum og að finna réttu aðilana. Allt þetta ferli tók um hálft ár, svo það var komið fram í október þegar rafbókin okkar kom loksins út.

 

Við ákváðum að stofna óformlega eigin útgáfu til að hafa útgáfunafn á bak við bækurnar okkar og efndum til nafnasamkeppni. Það bárust margar góðar tillögur og við viljum þakka öllum þeim sem sýndu áhuga með því að taka þátt. Við enduðum hins vegar með því að fara einföldu leiðina og kalla útgáfuna okkar bara „okkar útgáfa“ eða Nostri publication. Nostri er latína og þýðir okkar.

Hildur Enóla þufti samt að grúska aðeins í talnafræðinni áður en hún samþykkti nafnið. Orðið Nostri gefur samanlagt töluna 32 sem er mjög happsæl í viðskiptum. Svo finnst henni að stafurinn N sé frekar sætur bókstafur allavega þegar hann er stór. S í miðstöðu orðs er glæsilega sveigjanlegt sem hæfir vel þar sem við þurfum að vinna vel saman. Stafurinn i, í lokin er bara fínn því hann segir að við séum sjálfstæðar konur sem getum hugsað sjálfstætt.

 

Sjálfsútgáfa er argasta púl og vegna þess að við ákváðum að fara þessa leið höfum við þurft að læra ótrúlega mikið á skömmum tíma. Allt byggist þetta á “gerðuþaðsjálfur” dæminu, til að halda niðri öllum kostnaði. Meðal þess sem við höfum lært að nota á árinu eru  forritin Calibre og Sigil fyrir rafrænu uppsetninguna. Róta í html kóðum. Grafa okkur ofan í stillingar í word sem við vissum ekki að væru til. Vinna í forritum á borð við Photoshop, til að setja saman kápurnar, Indesign fyrir umbrot í prentun. Læra hvernig á að nota allar þessar dularfullu stillingar á rafbókavefjunum kindle publishing og Create Space, ásamt því að vinna í vefsíðunum okkar þar sem einföld atriði vefjast stundum ennþá fyrir okkur.

 

Markaðsmálin eru líka heimsálfa út af fyrir sig innan sjálfsútgáfunnar.

Við höfum þurft að taka og finna til myndir af okkur sjálfum og skrifa klausur og greinar um okkur fyrir vefsíðurnar okkar og blöðin. Já, einmitt! Hvernig eigum við að selja bækurnar ef enginn veit þeim eða okkur?

Hitinn og þunginn af þessu hefur legið á hinni hugrökku Sirrý Sig. Hún hefur verið með allar klær úti og hefur farið í þrjú viðtöl, hjá Víkurfréttum, Ásnum fréttablaði starfsmanna N1 og hjá Fréttatímanum. Blaðamenn og forsvarsmenn þessara fjölmiðla fá þakkir fyrir. Hún lét útbúa límmiða sem á stendur: Hver er Sirrý Sig. rithöfundur?

Vinir og ættingjar hjálpuðu til og settu þessa miða í afturglugga bílanna sinna og dreifðu þessari spurningu út um allan bæ. Á facebook síðu rithöfundarins eru myndir af þessum bílum.

Sirrý Sig. hefur líka í samstarfi við Dani Eiri, kærasta sonar hennar, búið til fyrir okkur booktrailer og lagt fram á Youtube.

 

Hildur Enóla er mikið meiri mús og þurfti marga mánuði bara til að byggja upp kjark í að skrá sig sem rithöfund inn á Twitter og setja upp höfundasíðu á facebook. En á móti sér hún meira um allt er varðar þýðingar og annað sem til fellur í ensku samskiptunum.

 

Í tengslum við markaðsstarfið erum við nú búnar að setja upp nokkrar síður á netinu. Þið þekkið sjálfsagt flest Sirrý Sig. rithöfundur á facebook en færri þekkja Hildi Enólu rithöfund.

Auk þess erum við líka með á facebook:

SirrySigKrakkasogur og NostriPublication

Aðrar síður sem við erum með:

Sirry.blog.is, Samskrif.blogspot.com., og NostriPublication á blogspot

Og við erum báðar á Twitter. Endilega  vertu í bandi: Sirrý Sig. og  Hildur Enóla

 

Sirrý Sig. og fjölskylda þeyttust líka um allan bæ og hengdu upp auglýsingar hingað og þangað.

 

Hin hugrakka Sirrý Sig. reynir að hvetja Hildi Enólu til dáða og ríður á vaðið með alls kyns uppákomum í markaðssetningarskyni. Hún efndi til keppni meðal þeirra sem settu like á facebooksíðurnar hjá Sirrý Sig rithöfundi og Sirrý Sig. krakkasögur. Verðlaunin voru annars vegar bókin „Gegnum rifurnar“ og hins vegar tvö pennaveski.

 

Nú síðast í dag 29/12 fór Sirrý Sig. á enn einn yfirsnúninginn og bjó til stórfurðulegt áramótamyndband fyrir bloggsíðuna okkar, bara af því hún hafði svo mikið annað að gera að hún vissi ekki hvar hún ætti að byrja eða enda, svo hún ákvað bara að gera þetta í staðinn. Endilega kíkið á það.

 

En aftur að skrifunum sjálfum sem því miður hafa orðið svolítið útundan vegna uppsetningar-, útgáfu og markaðsstarfs. En í upphafi ársins, fljótlega eftir að víð tókum ákvörðun um að fara út sjálfsútgáfu, byrjuðum við að skrifa skáldsögu sem byggir á atburðunum úr tengdu smásögunum og höfum við verið að bæta í hana öðru hvoru yfir árið og erum vel á veg komnar með hana.

 

Í febrúar tók Sirrý Sig. þátt í barnabókasamkeppninni með söguna sína „Með Dreka í Maganum.“ Seinna sendi hún það handrit ásamt myndskreyttu barnabókinni „Þórey vill vera Prinsessa,“ á útgefanda en fékk höfnun. Gleðitíðindin núna í lok ársins eru, að myndskreytta bókin kemur út snemma árs 2013 hjá Óðinsauga útgáfu. Kjartan B. Sigurðsson bróðir Sirrýar Sig gerði myndirnar við söguna.

 

Í byrjun ársins dró Hildur Enóla enn einu sinni upp eilífðarhandrið sitt um geimveruna Íohúlú, kláraði að skrifa það og sendi svo á Sirrý Sig. til yfirlestrar. Hún tætti það í sig. Stimplaði sem óspennandi og langdregið og sendi til baka útkrotað. Svo að Hildur Enóla settist sveitt niður við tölvuna, komin nærri því aftur á byrjunarreit og reyndi sitt besta við að setja spennu í bókina. Hún vonar að það hafi tekist og nú er Íohúlú í yfirlestri númer tvö hjá Rósu Gríms og allar líkur á að geimveran lendi á rafbókalesurunum fyrir páska. Ef Sirrý Sig. fær ekki að sjá söguna áður.

 

Í lok mars fannst Sirrý Sig. að við hefðum ekki nóg að gera svo hún setti upp fyrir okkur smá verkefni þar sem markmiðið var að skrifa fimmtíu og tvo söguþræði að smásögum fyrir krakka á jafn mörgum vikum. Við erum nú komnar með um þrjátíu söguþræði og sumar af sögunum nær því að vera tilbúnar. Þetta er búið að vera afspyrnu skemmtilegt verkefni og ýmsar skemmtilegar persónur hafa litið dagsins ljós eins og til dæmis Tony Washington naflaappelsína, Æsa mörgæs og Kalli kanína.

 

Önnur verkefni sem við tókum þátt í á árinu.

 

Þar má fyrst nefna ástarsagnakeppni tímaritsins Vikunnar, þar sem Hildur Enóla hneppti fyrsta sætið fyrir smásögu sína, „Íslenskt hunang.“

 

Við ákváðum að vera góðar með okkur og sækja um listamannalaun til að skrifa skáldsöguna okkar sem byggir á smásögunum fjórum.

 

Partur af því að halda niðri kostnaði er líka að vinna með öðrum höfundum og skiptast á við að lesa yfir og gagnrýna fyrir hver annan. Við vinnum töluvert með Rósu Gríms., hún las Eitt leiðir af öðru yfir fyrir okkur og Hildur Enóla las yfir bókina Lína Descret bók 2 fyrir Rósu Gríms. Það er önnur bókin í bókaflokki hennar um eina skapara-tortímandann í heiminum Create. Eins og áður sagði er Rósa núna með geimverusöguna í yfirlestri númer tvö fyrir Hildi Enólu. Svona rúllar boltinn áfram og við erum að safna að okkur fleiri samstarfsaðilum svo sjálfsútgáfuróðurinn léttist aðeins eftir því sem við lærum meira.

 

Í haust ákváðum við að taka þátt í gerð rafbókar Rithringsins. Þetta var mjög áhugaverð vinna þar sem 13 rithöfundar unnu saman í gegnum google doc og settu saman smásagnasafn. Það heitir Rithringur.is Smásögur 2012 og kom út 12. desember. Þar erum við hvor með sína söguna. Hildur Enóla setti rafbókina upp fyrir hópinn og er nú að setja hana upp fyrir prentun eftir pöntun (print on demand).

 

Mitt í öllu þessu var auglýst eftir jólasögum í smásagnakeppni Fréttablaðsins og skelltum við í sín hvora söguna og sendum inn. Rithringshópurinn hefur nú tekið ákvörðun um að safna saman í jólasmásögubók sem kemur út fyrir jólin 2013 svo jólasögurnar okkar eiga eftir að birtast þar.

 

Á degi íslenskrar tungu las Sirrý Sig. upp úr sögu sinni á leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi.

 

Eitt leiðir af öðru/One Thing Led to Another verður fljótlega tilbúin á Create Space fyrir  fyrir prentun eftir pöntun ( print on demand) bæði á íslensku og ensku. Við erum líka byrjaðar að taka niður pantanir.

 

Þar sem við áttum svo margar tilbúnar smásögur ákváðum við í sumar að næsta bók yrði líka smásagnasafn. Það heitir „Íslensk ást“ og inniheldur sex rammíslenskar ástarsögur. Fimm af sögunum eru komnar í yfirlestur og búið er að grófþýða fjórar af þeim yfir á ensku. Við höfðum samband við sama kápuhönnuð og síðast, Keri Knutsen og erum búnar að velja stórglæsilega kápu fyrir bókina. Hildur Enóla segir að sú bók komi út í janúar 2013 en Sirrý Sig. spáir að það verði febrúar.

 

Samantekt.

Miðað við þá vinnu sem við lögðum í allt þetta hér að ofan, gæti maður haldið að það hafi ekki verið neinn tími til að skrifa en þegar við tökum saman það sem við erum búnar að skrifa á þessu ári þá eigum við uppkast/söguþráð af þrjátíu stuttum barnasögum, einni barnabók, skáldsögu sem er komin vel á veg, nær tilbúið smásögusafn auk nokkurra annarra nýrra smásagna.

Og enn erum við að læra. Næsta mál á dagskrá er erótísk skáldsaga sem ber heitið Potturinn. Hún er ennþá alveg í startholunum. Nú sitjum við hver í sínu horninu og bæði skrifum og lærum hvernig á að skrifa góða erótísk. Við notum ólíkar aðferðir við þetta eins og annað. Hin ofvirka Sirrý Sig. hlustar á erótíska sögur á meðan hún er að skrifa um eitthvað annað, setja saman klikkuð vídeóbönd og svara tölvupóstum. Hildur Enóla gróf sig ofan í handbók um erótísk skrif og er nú byrjuð að þýða hana yfir á íslensku.

 

Og stundum veltum við því fyrir okkur, hvenær við gerðum þetta allt saman?

 

 


Jólakveðja

Kæru vinir og ættingjar.

Um leið og við óskum ykkur friðar og gleðilegra jóla, langar okkur að minna á að ekkert skiptir meira máli en fjölskyldan, njótum samverunnar og látum okkur líða vel. Gleymum samt ekki þeim sem minna mega sín.
Kær kveðja frá Sirrý og Eika.

Book trailer

 

 


Upplestur á degi íslenskrar tungu.

Upplesturinn gekk þrusu vel. Börnin á Rjúpnahæð áhugasamir hlustendur.

 http://rjupnahaed.kopavogur.is/um-skolann/frettir/nr/3302 

 

 

 


Brot úr bókinni "Eitt leiðir af öðru"

Brot úr bókinni "Eitt leiðir af öðru"

,,Við þurfum enga helvítis skóflu,“ sagði Óli Jakop um leið og hann henti pokanum ofan í fyrstu gjótuna sem hann fann eftir að við komum út úr bílnum, svo byrjaði hann að tína steina og fleygja þeim ofan á hann.

Kenja hnussaði í kringum hana og vældi, fann auðsjáanlega lyktina af kjötinu. Mia ýtti við henni með fætinum. Kenja ýlfraði. Sara gekk hröðum skrefum að henni, horfði á feitt bakið og reiddi bréfahnífinn á loft.

Viðtöl við mig...

Slóðirnar eru hér fyrir neðan.

Vikurfréttir:

http://issuu.com/vikurfrettir/docs/44.tbl/2?mode=a_p 

 

Fréttatíminn:

 http://issuu.com/frettatiminn/docs/9_nov_2012/86

 

Og framhaldið er...

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Sirrý Sig
Sirrý Sig
Sirrý Sig rithöfundur

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband