Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Ást á laugardegi

Er um það bil að opna möppuna sem geymir ástarsögurnar og velja eina af tveimur til að vinna meira við. (Hinar fjórareru tilbúnar undir prófarkalestur.) Þannig verður dagurinn í dag, endurskrif. Ætla að byrja á að moka af skrifborðinu því sem hefur safnast saman í vikunni.

Es.
Eiki minn ætlar að sjá um að færa mér kaffið. En ætli maður geti fengið ódýran bekkenn einhver staðar.

Njótið dagsins í botn, líðandi stundar eða góðra minninga sem ylja.
knús.

Aðþrengdar unglingabækur í boði Ibby

Fór á fyrirlestur um aðþrengdar unglingabækur í boði Ibbý sem haldið var á Súfistanum í Máli og menningu í kvöld. Þetta var áhugavert og opnar manni nýja sýn inn í heim bókmenntanna. Þó fannst mér ég ósköp smá miðað við þetta frambærlega fólk sem tók til máls og jós úr sínum viskubrunni. En þegar ég gekk út fannst mér ég hafa stækkað eða kannski var það bara þægindahringurinn sem hafði stækkað.

Á
ður en þessi merki fyrirlestur hófst, tókum við Eiki minn stóran hring og skelltum upp auglýsingum. Auglýsingin mín leit út eins og litli ljóti andarunginn við hliðina á þessum stóru litríku platkötum. En þegar ég gáði betur sá ég að ræfillinn minn skar sig úr og kannski verður hann að þessum fallega svani í lokin sem skilar okkur góðum endi.

Eftirtöldum þökkum við fyrir:
Bókasafn Kópavogs,
Borgarbókasafnið Tryggvagötu,
Bókasafn Norræna hússins,
Þjóðarbókhlaðan,
Grillhúsið Tryggvagötu,
Nonnabiti,
Pizza Royal,
Sirrian Kebab house,
Caffe Mezzo,
Glætan bókakaffi,
Kjörgarður.
 
 

Næsta útgáfa í bígerð

Við Hildur Enóla strax byrjaðar að undirbúa næstu útgáfu, sögurnar að skríða saman og svo tekur við þessi endalausa vinna við endurskrif og lagfæringar. Nafnið á bókina komið, hugmynd af kápu komin og svo og svo, leyfum ykkur að sjálfsögðu að fylgjast með þessu líka.

 

Svo spennandi tímar framundan. LoL

 


Hver er Sirrý Sig. rithöfundur?

Þegar stórt er spurt er margt um svör en hér er lítið dæmi um hver Sirrý Sig. rithöfundur sé:

Hún er einn af tveimur höfundum bókarinnar, Eitt leiðir af öðru en það er Hildur Enóla sem á helminginn af verkinu. Yfirlesarar voru Bergdís Heiða Eiríksdóttir og Rósa Grímsdóttir og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Bókina er fá á www.emma.is

Hildur Enóla og Sirrý Sig. Fengu Símon Hjaltason til samstarfs við sig en hann sá um þýðingu bókarinnar yfir á ensku ásamt Hildi Enólu. En Mikaela Pederson sá um prófarkalesturinn. Ensku útgáfuna er að finna á www.amazon.com

Keri Knutson hannaði bókakápuna. 

Framhaldið hjá Sirrý Sig. rithöfundi er að skrifa meira með Hildi Enólu og stefna þær á næstu útgáfu ekki síðar en eftir 3 til 4 mánuði.

 

 


Þá er hún loksins komin...

Bókin okkar Hildar Enólu er komin í útgáfu á http://www.emma.is/products/eitt-leidir-af-odru

Við vonum að ykkur líki bókin og auðvitað væntum við þess að fá gagnrýni á gagnrýni ofan.

 

Kjörorðið er:

"Ég mana þig"

 


Bókin okkar er komin á amazon...

 

Bókin okkar komin á amazon.com

Fljótlega á emmu.is

 

http://www.amazon.com/One-Thing-Led-Another-ebook/dp/B009NVAGPQ/ref=sr_1_8?ie=UTF8&qid=1349896006&sr=8-8&keywords=one+thing+led+to+another


Límmiðarnir komnir, sýnishorn

Á nokkra lausa miða eftir úr fyrstu prentun.

merki_042.jpg


Hver er Sirrý Sig. rithöfundur?

Jæja kæru vinir, eruð þið til í að setja smekklegan límmiða í afturglugga bílsins ykkar, sem á stendur: Hver er Sirrý Sig. Rithöfundur?

Höfundur

Sirrý Sig
Sirrý Sig
Sirrý Sig rithöfundur

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband