Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Bara smá spurning!

Myndir þú kaupa og lesa fyrir barnið þitt barna-rafbók?

 

 

 


Emma.is

Verk móttekið.

Handrit þitt og upplýsingar hefur verið móttekið. Verk þitt og skráning verður yfirfarið og endanlegt handrit sett í útgáfuferli. Þú færð tilkynningu í tölvupósti þegar verkið þitt er komið á Emma.is.
Með kveðju
Emma

 

Þessi orð létu vel í augum. Árangur er að nást. 

 


Loksins eitthvað að gerast...

 

,,Ef maður reynir ekki gerist ekkert," er einkunnarorð kvöldsins.

Okkur Hildi tókst hið ótrúlega, að velja kápuna. Hún er nú í fullnaðar andlitslyftingu og ætti að berast okkur innan skamms.

Því getum við mögulega átt von á birtingu bókarinnar um næstu mánaðamót og kannski er það gleðiefni að okkur tókst ekki að halda okkur innan tímamarka eins og gerist svo oft. Fall er víst fararheill.

Vonum bara að bókinni verði vel tekið.

Njótið ykkar.

kveð í bili,

Sirrý Sig. 

 

 

 

 


Enn af kápunni.

Við fengum annað uppkast af kápunni í gær. Það sama og við höfum valið en búið að vinna meira í. Trúlý þá líkaði okkur best við fyrra uppkastið en viljum örlitlar breytingar á því. Held við Hildur Enóla séum mjög erfiðar, kröfuharðar eða óákveðnar og með fullkomnunar áráttu. Sama hvað það er, þá er nokk svo ljós að það er erfiðara að vinna fyrir tvo ólíka höfunda svo þeir séu báðir ánægðir, er það ekki bara málið? Eigið góðan dag.

Hjálp!

Nú er komið að því allra erfiðasta og það er að markaðsetja sig. Oft er þörf en nú er neyð. Ég er bara Sirrý Sig. Ertu með hugmynd að góðri markaðsetningu sem kostar ekki hönd né fót, þarf líka að halda hvítunum í augunum. Hjálp!

Uppkast af kápunni

Þetta er uppkast af bókakápunni sem við Hildur Enóla völdum. Hvernig líst þér á?

new_image8.jpg


Höfnun

Var að fá höfnun á barnasögunum hjá útgefanda, held að sögurnar hafi verið lesnar án þess þó að vita það. Spurning hvað ég geri í framhaldi af þessu í ljósi þess að þetta var útgefandi númer 4, veit að þrír lásu ekki. Minnir mig svolítið á árið 2006 þegar ég ákvað að skella mér í skóla til að læra prentsmíði til að geta gefið bækurnar mínar sjálf út. Ég lauk náminu en hrun, atvinnuleysi og fleira spilaði inn í og breyttu öllu plani en núna er ég langleiðina komin á þennan stað. Veit samt ekki alveg hvað ég á að gera. Ætla að kúra með yndislega eiginmanninum yfir mynd og leggja sögur og skrif á hold í kvöld. Knús á ykkur.

Valkvíði dauðans

Uppkastið af bókakápum komið. Það er Keri Knutson sem hannar. http://alchemybookcover.blogspot.dk/ 

 

Hvað myndir þú kaupa? Endilega segðu þitt álit.

http://www.facebook.com/pages/Sirr%C3%BD-Sig-rith%C3%B6fundur/164873766880460 

 

 

 

 

 


Nafn

Við Hildur Enóla erum búnar að velja nafn á útgáfuna okkar og munum upplýsa það á allra næstu tímum eða dögum.

Kveðja Sirrý Sig.

 


Bókakápa

Uppkastið af kápunum komnar í hús. Við Hildur Enóla erum að skoða herlegheitin. Get lofað ykkur að þetta er ógeðslega erfitt val. Samt er þetta allt saman mjög spennandi.


Næsta síða »

Höfundur

Sirrý Sig
Sirrý Sig
Sirrý Sig rithöfundur

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband